Erlent

Ástand Kastró versnar

MYND/AP

Kúbversk yfirvöld sendu í dag eftir spænskum skurðlækni, lyfjum og áhöldum til þess að annast hinn veika leiðtoga Fídel Kastró. Á hann að framkvæma ýmis próf til þess að athuga hvort að Kastró þurfi að gangast undir frekari aðgerðir vegna innvortis blæðinga sem hann varð fyrir í júlí síðastliðnum.

Embættismenn á Kúbu taka þó fyrir að Kastró sé við dauðans dyr og að hann muni snúa aftur til starfa þegar hann hefur náð sér af veikindum sínum en Kastró hefur verið við völd á Kúbu undanfarin 50 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×