Erlent

Hóta að loka fyrir gas til Evrópu

Gasgeymar í Frakklandi.
Gasgeymar í Frakklandi.

Hvíta Rússland hótaði í dag að loka fyrir gasleiðslur Rússa til Vestur-Evrópu, ef rússneski orkurisinn Gazprom félli ekki frá kröfum sínum um stórhækkað verð á gasi til Hvíta Rússlands á næsta ári. Stærstu viðskiptavinir Rússa í Evrópu eru Þýskaland, Ítalía, Tyrkland og Frakkland.

Á undanförnum árum hafa Rússar hvað eftir annað skrúfað fyrir gas til nágranna sinna, bæði til þess að knýja fram hærra verð, og einnig til þess að hafa áhrif á viðskipti og stjórnmálaþróun í þessum löndum, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum sálugu.

Evrópusambandið hefur miklar áhyggjur af þessu, enda sjá Rússar Vestur-Evrópu fyrir um þriðjungi þess gass sem þar er notað.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×