Erlent

Áfram barnakvóti í Kína

Kínverjar hafa alls ekki í hyggju að breyta barnakvóta sínum sem heimilar aðeins eitt barn á hverja fjölskyldu í þéttbýli, og tvö til sveita. Hlutfall kynjanna í Kína er orðið mjög ójafnt.

Kínversk stjórnvöld hafa takmarkað barneignir frá því um 1970 til þess að reyna að halda fólksfjölgun í skefjum. Þau segja að ef ekki hefði verið gripið til þessa ráðs væru Kínverjar fjögur hundruð milljónum fleiri en þeir eru í dag. Fólksfjöldinn er í dag um 1,3 milljarðar.

Gagnrýnendur segja að ójöfnuður í kynjahlutfalli sé að komast á hættulegt stig, þar sem fjölskyldur geri allt sem þær geti til þess að eignast sveinbörn. Það gerist meðal annars með stórfelldum fóstureyingum á meybörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×