Erlent

Uppreisnarmenn í Kólumbíu sleppa tveimur gíslum

Annar stærsti uppreisnarhópur í Kólumbíu, ELN, sleppti í dag tveimur lögreglumönnum sem þeir höfðu haft í haldi í rúman mánuð. Ástæðan virðist vera til þess að auka góðvild í garð sinn en þeir eru nú í viðræðum við forseta landsins, Alvaro Uribe.

ELN hefur verið að ræða um að enda andstöðu sína við stjórnvöld en þær stoppa alltaf á vopnahléi og afvopnun, sem uppreisnarmennirnir vilja ekki alveg gera. FARC, stærsti uppreisnarhópur Kólumbíu, er þó enn að berjast og sýnir ekkert samningasnið á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×