Viðskipti erlent

Bandaríkjastjórn í vegi fyrir Virgin America

Richard Branson, stofnandi Virgin Group.
Richard Branson, stofnandi Virgin Group. Mynd/AFP

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa neitað að veita Virgin Group, félagi breska auðkýfingsins sir Richard Bransons, leyfi til að setja á laggirnar lággjaldaflugfélag vestanhafs. Bandarísk lög kveða á um að 75 prósent hlutafjár í flugfélögum verður að vera í eigu Bandaríkjamanna.

Flugfélagið sem Branson hugðist stofna hefur fengið heitið Virgin America og átti að sinna innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Það er eitt dótturfélaga Virgin Group en áætlanir stóðu til að hefja starfsemi á næsta ári.

Virgin Group á hluti í fjölda flugfélaga, svo sem í Evrópu, Ástralíu og í Nígeríu.

Að sögn forsvarsmanna Virgin America mun félagið svara úrskurði yfirvalda í Bandaríkjunum í byrjun janúar á næsta ári, að sögn breska ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×