Erlent

Bíða í röðum eftir að fá að hengja Saddam

Saddam Hussein
Saddam Hussein MYND/AP

Tölvupóstur dynur nú á ríkisstjórn Íraks, frá landflótta Írökum, sem bjóðast til að verða böðlar Saddams Hussein, þegar hann verður hengdur í næsta mánuði. Margir sjálfboðaliðanna misstu ættingja eða vini meðan Saddam stjórnaði landinu.

Aftaka forsetans fyrrverandi hefur ekki verið dagsett. Hitt er þó ljóst að gálginn er tilbúinn, því um níutíu menn hafa verið teknir af lífi, í Írak, síðan árið 2004. Saddam hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að mæta dauða sínum, sem píslarvottur fyrir írösku þjóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×