Erlent

Ekvador deilir á aðgerðir Kólumbíu gegn eiturlyfjaframleiðslu

Rafael Correa, forseti Ekvador.
Rafael Correa, forseti Ekvador. MYND/AP

Forseti Ekvadors, Rafael Correa, fór að landamærum Kólumbíu í dag til þess að skoða áhrif eitrana sem Kólumbíustjórn stendur fyrir til þess að drepa kókólaufaræktun en kókaín er unnið úr þeim. Forseti Kólumbíu, Alvaro Uribe, segir aðgerðirnar nauðsynlegar í baráttunni gegn fíkniefnum en Correa segir þær sýndarmennsku eina.

Correa, sem var nýlega kosinn forseti, hallast til vinstri og er stuðningsmaður Hugo Chavez, forseta Venesúela, en Chavez er andsnúinn Bandaríkjamönnum. Það eru einmitt Bandaríkjamenn sem að styðja aðgerðir Uribe til að draga úr eiturlyfjaframleiðslu en Kólumbía fær ár hvert milljónir dollara til þess að berjast gegn uppreisnarmönnum sem rækta eiturlyf til þess að fjármagna baráttu sína. Nágrannar Kólumbíu kvarta líka oft þar sem þúsundi flóttamanna hellast yfir landamæri hennar yfir í nágrannaríki vegna baráttu uppreisnarmanna og stjórnarherja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×