Erlent

Spilaglaðir kínverjar

Kúrekinn er eitt af þekktustu ljósaskiltunum í Las Vegas.
Kúrekinn er eitt af þekktustu ljósaskiltunum í Las Vegas. MYND/Getty

Kínverjar eru nú farnir að ógna orðspori Las Vegas sem mestu spilaborgar í heimi. Eyjaskeggjar á Maká eru að leggja lokahönd á 10 ný spilavíti sem bætast við þau 23 sem fyrir eru. Kínverjar eru spilaglaðir en þetta er eini staðurinn í kommúnistaríkinu sem þessi vestræna spilling er leyfileg, enda portúgölsk nýlenda til skamms tíma. Því koma um 60 þúsund Kínverjar af meginlandinu á hverjum degi til Maká til að freista gæfunnar við spilaborðin. Yfirmenn spilavítanna segja flest af þessu fólki þó ekki vera á höttunum eftir peningum, af þeim eigi það nóg, heldur vilji það helst af öllu drepa tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×