Viðskipti erlent

Stærsti banki Hollands segir upp starfsfólki

ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, ætlar að segja upp 900 manns sem starfa hjá fyrirtækinu í Kanada og Bandaríkjunum um mitt næsta ár. Þetta jafngildir um 5 prósentum af starfsliði bankans. Ákvörðunin var tekin eftir að hagnaður bankans dróst saman um 6 prósentí fyrsta sinn á þriðja ársfjórðungi en um er að ræða fyrsta samdrátt hjá bankanum í fimm ár.

Helsta ástæðan fyrir uppsögnunum vestanhafs mun vera harðnandi samkeppni á bankanmarkaðnum í Norður-Ameríku, sem hefur komið niður á hagnaði bankans.

Bankinn hefur nokkrum sinnum sagt upp starfsfólki til að draga úr rekstrarkostnaði og efla útrás á aðra markaði þar sem samkeppni er minni, að því er erlendir fjölmiðlar greina frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×