Innlent

Sjötti snjólétti veturinn í röð

MYND/Vilhelm

Veðrið á árinu sem er að líða hefur almennt verið gott. Hlýtt var um land allt og ekkert lát virðist á þeim hlýindum sem hófust fyrir tíu árum. Í Reykjavík var hiti 1,1 stigi ofan meðallags og á Akureyri 1,3 stigi ofan meðallags.

Sunnanlands var sólríkara en að meðaltali og en náði aðeins slöku meðallagi fyrir norðan. Hæsti hiti sem mældist á árinu var í Ásbyrgi þann 3. ágúst, eða 25,7 stig, og sá lægsti var á Brúarjökli þann 18. nóvember, -26,1 stig. Mesta úrkoma sem mældist var á Kvískerjum í Öræfum þann 20. desember, 175,3 mm. Síðastliðinn vetur var mjög hlýr og er sá fjórði hlýjasti síðan mælingar hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×