Erlent

Sómalir ná stjórn á Mogadishu

Forsætisráðherra Sómalíu sneri aftur til höfuðborgarinnar Mogadishu í dag við mikinn fögnuð borgarbúa. Hersveitir nágrannaríkisins Eþíópíu hlutu hins vegar ekki jafnblíðar móttökur og voru grýttar þar sem hermennirnir tóku stjórnina við höfnina og flugvöllinn í Mogadishu.

Glundroðinn sem greip um sig í Mogadishu í gær eftir að íslamskir uppreisnarmenn yfirgáfu borgina virðist vera að hjaðna og búast hjálparstofnanir við að geta haldið áfram neyðaraðstoð á morgun, á þeim stöðum sem hún lagðist af vegna átakanna undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×