Erlent

Stærsta grænmetisrán sögunnar

Spurning hversu hátt verð fengist fyrir þennan skammt á svarta markaðinum í Chicago.
Spurning hversu hátt verð fengist fyrir þennan skammt á svarta markaðinum í Chicago. MYND/Vísir

Samkvæmt nýjustu fréttum var vörubílsfarmi af brokkólí stolið í úthverfi í Chicago í dag. Búist er við því að verðið á grænmetinu eigi eftir að hækka vegna þjófnaðarins en grænmetið fyllti stóran 48 feta gám. Rannsóknarmenn velta því nú fyrir sér hvort um sé að ræða stærsta grænmetisrán sögunnar.

Aðspurðir sögðust rannsóknarmenn ekki hafa hugmynd um af hverju einhver myndi stela svo miklu af brokkólí en verðið á því út úr búð hefði verið um 3,5 milljónir íslenskra króna. Sögðust þeir ekki hafa mikla trú á því að verðið væri hátt á brokkólí á svarta markaðnum.

Engar vísbendingar hafa enn komið fram í stóra brokkólímálinu, eins og það er kallað, en lögregla segir að á meðan það séu morðmál í gangi verði brokkólíinu, eins og á svo mörgum diskum yngri kynslóðarinnar, ýtt til hliðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×