Erlent

66 ferkílómetra íshella veldur áhyggjum

Íshellan sést hér brotna frá en myndin er tekin árið 2005 þegar atburðurinn átti sér stað.
Íshellan sést hér brotna frá en myndin er tekin árið 2005 þegar atburðurinn átti sér stað. MYND/AP

Risastór íshella hefur brotnað frá íshellunni norður af Kanada og gæti valdið miklum usla ef hún flýtur suður á bógin næsta sumar því þar eru stór olíuvinnslusvæði sem og skipaleiðir.

Vísindamenn kenna gróðurhúsaáhrifum um atburðinn en íshellan er um 66 ferkílómetrar að stærð og um 15 kílómetrar þar sem hún er breiðust og því nógu stór til þess að ekki er hægt að sjá fyrir endann á henni. Hellan byrjaði að brotan frá árið 2005 en vísindamenn tóku þó ekki eftir því fyrr en nýlega vegna þess hversu afskekkt svæðið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×