Erlent

Hundruð þúsunda hafast við í neyðarskýlum

Hundruð þúsunda frá Indónesíu og Malasíu eru enn í bráðabirgðahúsnæði eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna flóða undanfarnar vikur en ástandið er smám saman að batna.

Í Aceh og norður Súmötru í Indónesíu, þar sem 114 manns létust vegna flóða og skriðufalla, hafa rúmlega 270.000 manns flúið heimili sín. Í Malasíu voru 58.000 manns ennþá í neyðarskýlum og vegir eru enn undir vatni en 11 manns létust í flóðunum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×