Innlent

Matvöruverð hækkar

Nú eru einungis nokkrir mánuðir þar til virðisaukaskattur á matvælum lækkar, en áður en neytendur fá að njóta þess, mun matvælaverð að öllu jöfnu hækka. Þessa dagana er það daglegt brauð að birgjar tilkynni um hækkanir á vörum.

Hækkanirnar sem tilkynntar eru frá birgjum eru frá 3-17% og er mesta hækkunin sem tilkynnt hefur verið til Samtaka verslunar og þjónustu á kelloggs corn fleks frá Nóa Síríus um 17%.

Skýringar birgjanna á hækkununum er ýmis hækkandi kostnaður erlendis svo sem hækkandi hráefnisverð og í sumu tilfellum óhagstæð gengisþróun krónunnar, en innanlands hafa launahækkanir áhrif. Jóhannes Gunnarsson formaður neytendasamtakanna segir hækkunina mjög slæma þar sem neytendur beri kostnaðarhækkanir. Hann segir þetta bagalegt nú þar sem stutt sé í lækkun virðisaukaskatts á matvæli, sú lækkun muni ekki skila sér nema að takmörkuðu leiti til neytenda.

Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir að áhrifin verði víðtæk og hann tekur undir sjónarmið Jóhannesar en smásalar hafa gagnrýnt birgja og segja þá mega hagræða í rekstri hjá sér til að halda niður matvöruverði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×