Erlent

Herinn á Sri Lanka gerir árásir á búðir Tamíltígra

Stjórnarhermaður stendur hér vörð við gæslustöð hersins.
Stjórnarhermaður stendur hér vörð við gæslustöð hersins. MYND/AP

Herflugvélar stjórnarhers Sri Lanka gerðu í morgun sprengjuárásir á búðir Tamíltígra á austurhluta eyjunnar en árásin var gerð á einn síðasta griðastað Tamíltígra á ströndinni. Önnur árás var síðan gerð á búðir sjóhers Tamíltígra.

Átök á milli þeirra og stjórnarhersins hafa verið að aukast undanfarið og vopnahlé sem hefur verið í gildi síðan árið 2002 er nú lokið. Alls berjast þrjár fylkingar á Sri Lanka, Tamíltígrar, Karuna hópurinn og stjórnarherinn en Karuna hópurinn var stofnaður af fyrrum foringja Tamíltígra sem kunni ekki við stefnu þeirra og stofnaði því nýjan uppreisnarhóp.

Fleiri en 3.000 manns hafa látið lífið í sprengjutilræðum, átökum og sjó- og loftárásum þessara þriggja fylkinga það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×