Erlent

Skotbardagar geisa enn í Rio de Janeiro

Brasilískir lögreglumenn standa vaktina eftir árásina á lögreglustöðina í morgun.
Brasilískir lögreglumenn standa vaktina eftir árásina á lögreglustöðina í morgun. MYND/AP

Ofbeldi er enn útbreitt í Ríó de Janeiro í Brasilíu þrátt fyrir hertar aðgerðir lögreglu vegna stærsta áramótapartýs í heimi. Lögreglan drap fimm grunaða meðlimi eiturlyfjagengis í skotbardaga í gær og lenti síðan í skotbardaga við eiturlyfjasala sem réðust á lögreglustöð í morgun.

Hundruðir manna komust hvorki lönd né strönd í Ríó í gær þar sem örfáir strætisvagnar voru á ferli vegna árásanna á fimmtudaginn var en þá voru 7 brenndir inni í strætisvögnum og 11 til viðbótar myrtir í árás eiturlyfjagengis. Búist er við fleiri en 2 milljónum manna á Copacabana ströndina annað kvöld þegar tekið verður á móti áramótum eins og Brasilíubúar einir kunna - með samba dansi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×