Erlent

Mannfólkið getur víst flogið

Vængirnir eru reyndar ekki alveg svona en Íkarus reyndi að nota þá en tókst ekki jafn vel.
Vængirnir eru reyndar ekki alveg svona en Íkarus reyndi að nota þá en tókst ekki jafn vel. MYND/Vísir

Mannskepnuna hefur frá örófi alda dreymt um að geta flogið um loftin blá og það er akkúrat það sem einum svissneskum manni hefur tekist að gera. Hann smíðaði sér vængi, setti á þá hreyfla og hoppar svo úr flugvélum og flýgur uns eldsneytið klárast. Lendir hann þá mjúklega með aðstoð fallhlífar.

Maðurinn heitir Yves Rossy og er fyrrum herflugmaður og flugfíkill. Hann hafði reynt allt sem hugsast gat en fannst hann aldrei vera nógu lengi á lofti. Hann á meðal annars fleiri en 1.200 fallhlífarstökk að baki.

Vængirnir sem hann útbjó sér eru úr ýmsum málmum, trefjagleri, kevlar og koltrefjum. Þeir eru settir út með rafmótor og eru alls 10 fet á lengd. Við vængina festir hann síðan hreyfla sem ganga fyrir keróseni og eru þeir fjórir talsins og framleiða um 22 kílóa þrýsting. Með þeim getur hann ekki aðeins haldið hæð sinni heldur einni aukið við hana - en aðeins í um sex mínútur.

Hann breytir um stefnu og hæð með því að hreyfa lappirnar eða að halla sér og hann raunverulega flýgur þannig sjálfur án allra stjórntækja. Mest hefur hann náð um 115 mílna hraða. Hægt er að sjá manninn fljúga á heimsíðu hans en hana má finna hér.

Fréttavefur Daily Mail skýrir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×