Erlent

Sádi-Arabía gagnrýnir Íraka

Saddam Hússein.
Saddam Hússein. MYND/AP

Stærsta ríki súnní múslima gagnrýndi í dag stjórnvöld í Írak fyrir að hafa tekið Saddam Hússein af lífi við upphaf helgustu hátíðar múslima, Eid al-Adha, en sjíar ráða ríkjum í Írak. „Við erum mjög hissa og vonsviknir yfir því að úrskurði dómstóla hafi verið framfylgt á þessum heilaga tíma, þessum fyrstu dögum Eid al-Adha," sagði kynnir á ríkissjónvarpsstöðinni í ríkinu þegar gert var hlé á dagskránni til þess að lesa upp tilkynninguna.

„Leiðtogar íslamskra landa ættu að sýna þessari hátíð tilskilda virðingu... ekki gera lítið úr henni," sagði ennfremur í yfirlýsingunni. „Þess var vænst að réttarhöld yfir fyrrum forseta, sem að hefði verið í embætti í töluverðan tíma, myndu endast lengur, ...vera vandvirkari og ópólitísk."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×