Erlent

Kóngurinn í Marokkó í hátíðarskapi

MYND/Vilhelm

Konungurinn í Marokkó fagnaði Eid al-Adha í dag með því að náða eða stytta dóm 585 fanga sem sátu í fangelsi fyrir hina ýmsu glæpi. Sjö þeirra sátu inni fyrir lífstíð en munu aðeins sitja inni í nokkur ár í viðbót eftir þetta hátíðabragð kóngsins.

Konunglegar náðanir eru hefð í Marokkó á hátíðisdögum hverskonar. Þegar landið fagnaði sjálfstæði sínu í fyrra náðaaði kóngurinn til dæmis 10.000 fanga. Dómsmálaráðuneytið þar í landi vildi lítið segja um þá glæpi sem þeir sem náðaðir voru höfðu framið en kóngurinn hefur áður náðað herskáa múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×