Erlent

Samningar náðust um gassölu til Hvítarússlands

Starfsmaður vinnur við gasleiðslu í Hvítarússlandi.
Starfsmaður vinnur við gasleiðslu í Hvítarússlandi. AP Mynd Sergei Grits

Stjórnvöld í Hvítarússlandi tilkynntu í nótt að þau hefðu skrifað undir samkomulag við Gazprom olíufyrirtækið rússneska og þar með komið í veg fyrir að skrúfað yrði fyrir gassölu frá Rússlandi. Forstjóri Gazprom segir að samkomulagið geri ráð fyrir rúmlega að verð á gasi hækki úr 46 dollurum fyrir þúsund rúmmetra í 100 dolllara, sem er rúmlega tvöföldun.

Sergei Sidorsky forsætisráðherra Hvítarússlands segir að Gazprom hafi viljað hækka verðið í 105 dollara, en að þessi málamiðlun hafi náðst. Óttast hafði verið um gassölu í gegnum Hvítarússland til Evrópu, ef Gazprom hefði látið verða að hótun sinni að stöðva flæði gass til landsins. Hvítrússar höfðu hótað að stöðva gegnumstreymið.

Samkomulagið sem náðist í kvöld er til fjögurra ára. Rússar selja um fjórðung af því gasi sem ríki Evrópu kaupa og um fimmtungur af því gasi sem kemur frá Rússlandi berst í gegnum Hvítarússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×