Kólumbíski ökuþórinn Juan Pablo Montoya hefur tilkynnt að hann ætli að hætta sem ökumaður í Formúlu 1 að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Samningur Montoya við McLaren liðið rennur út á þessu ári og ætlar kappinn að reyna fyrir sér í Nascar í Bandaríkjunum.
