Valur og Breiðablik gerðu jafntefli í leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu sem fram fór á Laugardalsvellinum í dag. Pálmi Rafn Pálmason kom Valsmönnum yfir á 71. mínútu, en Blikar náðu að jafna leikinn á lokamínútunni með marki frá Petr Podzemski.
