Erlent

Öryggisráðið dragi fæturna

Ávarp Nasrallah, árásir Ísraela í suðurhluta Beirút í baksýn
Ávarp Nasrallah, árásir Ísraela í suðurhluta Beirút í baksýn MYND/AP

Forseti Líbanon sakar öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að draga fæturna í stað þess að grípa til aðgerða til að stöðva loftárásir Ísraela í Líbanon. Hann segir þetta með vilja gert til að gefa Ísrael meiri tíma til að knésetja Líbanon.

Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú grandað yfir hundrað manns á fimm dögum, langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Öryggisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi en engin niðurstaða fékkst í málum Líbanons og Ísraels.

Meðan forsetinn hélt ræðu sína héldu Ísraelar áfram að varpa sprengjum úr herflugvélum sínum á úthverfi Beirút og suðurhluta Líbanons. Raforkuver í Beirút var sprengt í loft upp í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar.

Nasrallah, leiðtogi Hezbollah kom fram í sjónvarpsviðtali í dag og sagði þar að árásin á Haifa í morgun væri einungis byrjunin á árásum samtakanna. Ísraelsher sendi einnig frá sér viðvörun eftir árásina á Haifa í morgun þar sem var varað við skæðum loftárásum til hefndar fyrir

Fólk flýr nú í stríðum straumum frá landamærum Ísraels og Líbanons og hafast margir íbúar Suður-Líbanons, sem flúið hafa heimili sín, við í neyðarskýlum í höfuðborginni og freista þess að komast úr landi.

Stjórnvöld í Íran neita alfarið ásökunum Ísraela um að íranskt herlið hafi verið eða sé í Líbanon til stuðnings Hezbollah. Hins vegar leyndi æðsti leiðtogi Írans í engu aðdáun sinni á Hezbollah og sagði að Hezbollah myndi aldrei láta sigrast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×