Öryggisráðið kallar ekki til vopnahlés í Líbanon 16. júlí 2006 13:15 Slökkviliðsmenn reyna að slökkva eld í orkuveri í Jiyeh, úthverfi Beirút MYND/AP Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu. Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú banað yfir hundrað manns á fimm dögum, en langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Talsmaður Líbana hjá Sameinuðu þjóðunum sagði þetta mjög slæm skilaboð, ekki bara til Líbana, heldur til allra Araba. Ísraelar gera nú loftárásir á Beirút og sprengdu meðal annars raforkuver í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu í morgun eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar. Skammdrægar eldflaugar frá Líbanon sprengdu í morgun ísraelsku hafnarborgina Haifa og féllu þar að minnsta kosti níu manns. Hezbollah skæruliðasamtökin hafa lýst sprengingunni á hendur sér og sagt hana í hefndarskyni fyrir alla þá líbönsku borgara sem fallið hafa. George Bush ver aðgerðir Ísraela á fundi helstu iðnríkja heims sem fram fer í Sankti Pétursborg þessa dagana og segir þá vera í fullum rétti að verja sig gegn hryðjuverkaárásum. Jaques Chirac, forseti Frakklands, er hins vegar á öndverðum meiði og dregur taum Líbanons, líkt og Pútín forseti Rússlands. Ekki er því talið víst að leiðtogarnir nái að komast að samkomulagi um hvað gera beri í ástandinu sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu. Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú banað yfir hundrað manns á fimm dögum, en langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Talsmaður Líbana hjá Sameinuðu þjóðunum sagði þetta mjög slæm skilaboð, ekki bara til Líbana, heldur til allra Araba. Ísraelar gera nú loftárásir á Beirút og sprengdu meðal annars raforkuver í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu í morgun eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar. Skammdrægar eldflaugar frá Líbanon sprengdu í morgun ísraelsku hafnarborgina Haifa og féllu þar að minnsta kosti níu manns. Hezbollah skæruliðasamtökin hafa lýst sprengingunni á hendur sér og sagt hana í hefndarskyni fyrir alla þá líbönsku borgara sem fallið hafa. George Bush ver aðgerðir Ísraela á fundi helstu iðnríkja heims sem fram fer í Sankti Pétursborg þessa dagana og segir þá vera í fullum rétti að verja sig gegn hryðjuverkaárásum. Jaques Chirac, forseti Frakklands, er hins vegar á öndverðum meiði og dregur taum Líbanons, líkt og Pútín forseti Rússlands. Ekki er því talið víst að leiðtogarnir nái að komast að samkomulagi um hvað gera beri í ástandinu sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs.
Erlent Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira