Innlent

Eini skólinn með ISO-staðal

jón b. stefánsson, skólameistari fjöltækniskólans Sér hag í því að láta öðrum skólum í té kerfi Fjöltækniskólans til að stuðla að meiri gæðum í íslensku skólasamfélagi.
jón b. stefánsson, skólameistari fjöltækniskólans Sér hag í því að láta öðrum skólum í té kerfi Fjöltækniskólans til að stuðla að meiri gæðum í íslensku skólasamfélagi. MYND/GVA

 „ISO 9001 er alþjóðlegur gæðastaðall vottaður af utanaðkomandi aðila sem kemur tvisvar á ári og tekur út starfsemina,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands. „Staðallinn gengur út á það að það er fyrirfram ákveðið hvernig hlutirnir eiga að gerast. Hvernig við innritum nemendur, hvernig við kennum og hvernig við kaupum búnað til dæmis. Síðan kemur úttektaraðilinn og gengur úr skugga um að rétt sé staðið að málum.“

Engir aðrir skólar nota þetta gæðakerfi að sögn Jóns en Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn í Kópavogi eru í vottunarferli. „Háskólarnir vinna eftir eigin gæðakerfi en það tekur þau enginn út og vottar. Þar er verulegur munur á því vottorð kallar á það að við þurfum að vera á tánum gagnvart úttektaraðila. Sé vottun ekki í lagi megum við ekki útskrifa nemendur.“

Jón segir Fjöltækniskólann töluvert á undan íslensku skólasamfélagi og að mikill munur hafi sést á skólastarfinu eftir að gæðakerfið var tekið í notkun. „Við búum í raun til okkar kerfi og það er mikil vinna sem felst í því að teikna allt upp í ferla. Við afhendum síðan hverjum sem vill þetta kerfi og förum yfir hvernig hægt er að nýta það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×