Innlent

Leiðangri Árna Friðrikssonar lokið

Mynd/Gunnar V. Andrésson

Árni Friðriksson, rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, hefur lokið tveggja vikna leiðangri á Reykjaneshrygg og í landgrunnshlíðum beggja vegna hans.

Fram kemur á vef Hafrannsóknarstofnunar að markmið leiðangursins var að kortleggja þekkt kóralsvæði, friðuð veiðisvæði og mikilvægar veiðislóðir ásamt öflunar upplýsinga um jarðfræði hafsbotnsins. Kortlagningin er undirbúningur frekari rannsókna á búsvæðum kóralla og áhrifum svæðafriðunar á samfélög botndýra.

Afrakstur leiðangursins er nákvæmt dýptarkort af 6.700 ferkílómetrum, sem er með stærri svæðum sem mæld hafa verið með fjölgeislamæli við Ísland. Á kortinu má greina menjar ísaldarjökuls og sýnir kortið að gosmyndanir eru yfirfnæfandi á sjálfum Reykjaneshrygg.

Leiðangursstjóri var Guðrún Helgadóttir og skipstjóri Guðmundur Bjarnason.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×