Erlent

Brugðust ekki við þrátt fyrir viðvörun

Fórnarlamb flóðbylgjunnar á spítala í Pangandaran.
Fórnarlamb flóðbylgjunnar á spítala í Pangandaran. MYND/AP

Þrátt fyrir að stjórnvöld á Indónesíu hafi fengið viðvörun um að jarðskjálftinn við eynna Jövu í gær, gæti valdið flóðbylgju, þá voru ekki gerðar neinar ráðstafanir til að vara fólk við á þeim svæðum sem voru í hættu.

Viðvaranir bárust stjórnvöldum um þremur korterum áður en flóðbylgjan skall á Jövu en ekkert samræmt viðvörunarkerfi er enn virkt á eynni. Yfir þrjú hundruð manns eru látnir og 160 til viðbótar er enn saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×