Í dag var dregið í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í SS bikarnum. Í karlaflokki ber hæst að þar fá bikarmeistarar Stjörnunnar það erfiða verkefni að mæta HK mönnum, en Kópavogsliðið vann góðan sigur á bikarmeisturunum í deildinni í gær.
Eftirtalin lið mætast í 32-liða úrslitum karla og fara leikirnir fram 17. og 18. október. Íslandsmeistarar Fram sitja hjá í 32 liða úrslitunum.
ÍBV - Grótta
FH 2 - Njarðvík
ÍR 2 - Víkingur/Fjölnir
Haukar 2 - Haukar
Afturelding - Fylkir
Þróttur Vogum - Leiknir
Selfoss - Akureyri
HK 2 - Valur
Leiknir 2 - Valur 2
KR - Haukar U
Fylkir 2 - ÍR
Selfoss 2 - Stjarnan 2
Afturelding 2 - Höttur
KV - FH
HK - Stjarnan
Í kvennaflokki fara 16-liða úrslitin fram dagana 24.-25. október, en þar sitja Haukar, ÍBV, Valur og Stjarnan 2 hjá.
Stjarnan - HK
Haukar 2 - Fjölnir
Grótta - Fram
FH - Akureyri