Innlent

Húsavíkurdagar framundan

Mynd/Gunnar V. Andrésson

Húsavíkurhátíðin, Mærudagar og Sænskir dagar, verður haldin 24. til 30. júlí.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun setja Sænska daga með formlegum hætti í Safnahúsinu á Húsavík mánudaginn 24. júlí kl. 17:00. Sendiherra Svíþjóðar, Madeleine Ströje-Wilkens mun ávarpa samkomuna en sendiráðið hefur átt stóran þátt í að gera Sænska daga á Húsavík að veruleika. Þá mun forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson opna formlega sænska glerlistasýningu sem er hluti af gjöf Svíakonungs til Íslands árið 2004.

Tilgangur hátíðarinnar er að standa fyrir dagskrá sem vísar til menningarsögu svæisins og auðga þá menningartengdu ferðaþjónustu sem fyrir er á svæðinu. Hugmyndin er að vera eftirtektarvert innlegg í flóru menningarviðburða á Norðurlandi með því að höfða til Húsvískra fjölskyldna nær og fjær, sem og innlendra og erlendra ferðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×