Körfubolti

Luol Deng löglegur með enska landsliðinu

Luol Deng (t.v.) er orðinn löglegur með enska landsliðinu
Luol Deng (t.v.) er orðinn löglegur með enska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Körfuboltamaðurinn Luol Deng sem spilar með Chicago Bulls í NBA deildinni, hefur nú fengið grænt ljós á að spila með landsliði Englendinga í körfubolta. Deng kemur upphaflega frá Súdan í Afríku, en bjó í London á unglingsárum sínum.

Þetta er mikill hvalreki fyrir enska landsliðið sem er að reyna að vinna sér sæti í A-deild Evrópumótsins líkt og við Íslendingar, en liðið verður seint sagt mjög sterkt. Foreldrar Deng búa enn á Englandi, en þó komu þangað fyrst fyrir um 12 árum til að flýja borgarastríð í landi sínu.

"Hann spilar í NBA deildinni svo hann er auðvitað vanur því að spila undir pressu," sagði Chris Finch, þjálfari enska liðsins. "Ég myndi ekki ganga svo langt að kalla hann bjargvætt okkar, en hann er frábær íþróttamaður sem gerir alla í kring um sig betri á körfuboltavellinum og hver getur ekki notað slíkan leikmann," sagði Finch.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×