Erlent

Vottuðu fórnarlömbum virðingu sína

MYND/AP

Indverjar vottuðu 207 fórnarlömbum sprengjuárásanna á lestakerfið í Mumbai virðingu sína í dag með einnar mínútu þögn. Forseti Indlands, Abdul Kalam, lagði blómsveig á staðinn þar sem fyrsta sprengjan sprakk þegar nákvæmlega vika var frá fyrstu sprengingunni, rétt fyrir eitt að íslenskum tíma.

Meðan á þögninni stóð sendi lítt þekktur íslamskur hryðjuverkahópur, sem lýst hafði ábyrgð á árásinni á hendur sér, tölvubréf til indverskrar sjónvarpsstöðvar þar fram kom að sextán manns hefðu tekið þátt í árásinni, einn þeirra hefði látist en hinir fimmtán undirbyggju nú fleiri árásir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×