Erlent

Japanir leggja drög að viðskiptahindrunum

Taro Aso, utanríkisráðherra Japans, ræðir við fjölmiðla.
Taro Aso, utanríkisráðherra Japans, ræðir við fjölmiðla. MYND/AP

Japönsk yfirvöld eru nú að leggja drög að sérstökum viðskiptahindrunum gegn Norður-Kóreumönnum, til viðbótar við takmarkað viðskiptabann sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á laugardaginn.

Aðgerðir Japana snúast meðal annars um bann við millifærslu peninga frá Japan til Norður-Kóreu og hafnbann á norður-kóreska flutningaferju og bann við lendingu norður-kóreskra fragtvéla á japönskum flugvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×