Örlögin geimferjanna ráðast í kvöld 1. júlí 2006 18:45 Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft eftir rúma klukkustund. Ferðin er afar þýðingarmikil því hún gæti ráðið úrslitum um hvort þessir farkostir verði áfram notaðir til geimferða eða teknir úr umferð. Starfsmenn Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA byrjuðu snemma í dag að telja niður fyrir geimskotið en áætlað er að það fari fram þegar klukkuna vantar 11 mínútur í átta að íslenskum tíma. Í gær voru veðurhorfurnar reyndar ekkert sérstaklega góðar en í morgun tók að létta þó nokkuð til yfir Canaveral-höfða og voru líkurnar á geimskoti þá sagðar 60 prósent. Lítilsháttar bilunar varð vart í útblástursbúnaði Discovery í morgun en tæknimenn náðu fljótlega að gera við hana. Áhöfn ferjunnar er skipuð sjö geimförum og þeir eiga að vinna að ýmis konar viðgerðum á alþjóðlegu geimstöðinni sem sveimar á sporbaug um jörðu, auk þess að flytja þangað birgðir. Þau verkefni eru þó ekki það sem beðið er eftir með mestri eftirvæntingu heldur einfaldlega hvort geimferjan komist klakklaust aftur til jarðar. Rúm þrjú ár eru liðin síðan Kólumbía, systurskip Discovery, fórst með allri áhöfn eftir að hitahlífar af eldsneytistanki skullu á henni og eyðilögðu vængbyrði hennar. Litlu munaði að á sama hátt færi fyrir Discovery í fyrrasumar og síðan þá hafa ferjurnar verið kyrrsettar. ef upp koma svipuð vandkvæði við þennan leiðangur er allt útlit fyrir að geimferjunum verði lagt fyrir fullt og allt. Fari svo verða Bandaríkjamenn að reiða sig á Rússa til að flytja vistir og búnað til geimstöðvarinnar. Erlent Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft eftir rúma klukkustund. Ferðin er afar þýðingarmikil því hún gæti ráðið úrslitum um hvort þessir farkostir verði áfram notaðir til geimferða eða teknir úr umferð. Starfsmenn Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA byrjuðu snemma í dag að telja niður fyrir geimskotið en áætlað er að það fari fram þegar klukkuna vantar 11 mínútur í átta að íslenskum tíma. Í gær voru veðurhorfurnar reyndar ekkert sérstaklega góðar en í morgun tók að létta þó nokkuð til yfir Canaveral-höfða og voru líkurnar á geimskoti þá sagðar 60 prósent. Lítilsháttar bilunar varð vart í útblástursbúnaði Discovery í morgun en tæknimenn náðu fljótlega að gera við hana. Áhöfn ferjunnar er skipuð sjö geimförum og þeir eiga að vinna að ýmis konar viðgerðum á alþjóðlegu geimstöðinni sem sveimar á sporbaug um jörðu, auk þess að flytja þangað birgðir. Þau verkefni eru þó ekki það sem beðið er eftir með mestri eftirvæntingu heldur einfaldlega hvort geimferjan komist klakklaust aftur til jarðar. Rúm þrjú ár eru liðin síðan Kólumbía, systurskip Discovery, fórst með allri áhöfn eftir að hitahlífar af eldsneytistanki skullu á henni og eyðilögðu vængbyrði hennar. Litlu munaði að á sama hátt færi fyrir Discovery í fyrrasumar og síðan þá hafa ferjurnar verið kyrrsettar. ef upp koma svipuð vandkvæði við þennan leiðangur er allt útlit fyrir að geimferjunum verði lagt fyrir fullt og allt. Fari svo verða Bandaríkjamenn að reiða sig á Rússa til að flytja vistir og búnað til geimstöðvarinnar.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira