Vill hefja lóðaúthlutun á Geldinganesi á næsta ári 21. júní 2006 17:45 MYND/Pjetur Meirihlutinn í borgarstjórn vill hefja úthlutun lóða á Geldinganesi strax á næsta ári. Borgarfulltrúi Samfylkingar segir þetta róttækt afturhvarf frá fyrri stefnu skipulagsráðs borgarinnar. Skipulagsráð fundaði í fyrsta sinn í morgun eftir að nýr meirihluti tók við stjórnartaumunum í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu og fyrrverandi formaður þess, segir meirihlutann hafa þar tilkynnt að forgangsverkefni skipulagsráðs væru að hraða skipulagi í Úlfarsárdal og hefja skipulagningu Geldingarness. Dagur segir að ekki þurfi að vera óskynsamlegt að horfa til Úlfarsárdals í því efni, en öðru máli gegni um Geldingarnesið. Að hefja skiplagningu þess sé afturhvarf frá þéttingu byggðar, eflingu miðborgarinnar og þeirri stefnu að byggja upp spennandi borgarumhverfi. Dagur segir að það verði að liggja fyrir niðurstaða um legu Sundabrautar áður en hægt sé að hefja skipulagningu Geldingarness. Fólk verði jú að komast til og frá nesinu, og þá án þess að umferðin liggi í gegnum íbúðabyggðina í Grafarvogi. Samfylkingunni í borginni hefur verið legið á hálsi að hafa tafið niðurstöðu í Sundabrautarmálinu undanfarin ár. Aðspurður hvort ekki megi segja að ef allt hefði gengið eðlilega fyrir sig í því máli væri Geldinganesið og skipulagning þess uppi á borðum núna, segist Dagur ekki geta tekið undir það. Samfylkingin hafi unnið að legu Sundabrautar í samráði við íbúa og viljað tryggja Sundabraut alla leið, einmitt til þess að umferðin þurfi ekki að hlykkjast í gegnum nálæg íbúðahverfi. Þá hafi flokkurinn viljað velja bestu leiðina, en ekki þá ódýrustu, þar sem um sé að ræða framkvæmd til næstu fimmtíu ára. Það hafi hins vegar lengst af skort fé. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Meirihlutinn í borgarstjórn vill hefja úthlutun lóða á Geldinganesi strax á næsta ári. Borgarfulltrúi Samfylkingar segir þetta róttækt afturhvarf frá fyrri stefnu skipulagsráðs borgarinnar. Skipulagsráð fundaði í fyrsta sinn í morgun eftir að nýr meirihluti tók við stjórnartaumunum í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráðinu og fyrrverandi formaður þess, segir meirihlutann hafa þar tilkynnt að forgangsverkefni skipulagsráðs væru að hraða skipulagi í Úlfarsárdal og hefja skipulagningu Geldingarness. Dagur segir að ekki þurfi að vera óskynsamlegt að horfa til Úlfarsárdals í því efni, en öðru máli gegni um Geldingarnesið. Að hefja skiplagningu þess sé afturhvarf frá þéttingu byggðar, eflingu miðborgarinnar og þeirri stefnu að byggja upp spennandi borgarumhverfi. Dagur segir að það verði að liggja fyrir niðurstaða um legu Sundabrautar áður en hægt sé að hefja skipulagningu Geldingarness. Fólk verði jú að komast til og frá nesinu, og þá án þess að umferðin liggi í gegnum íbúðabyggðina í Grafarvogi. Samfylkingunni í borginni hefur verið legið á hálsi að hafa tafið niðurstöðu í Sundabrautarmálinu undanfarin ár. Aðspurður hvort ekki megi segja að ef allt hefði gengið eðlilega fyrir sig í því máli væri Geldinganesið og skipulagning þess uppi á borðum núna, segist Dagur ekki geta tekið undir það. Samfylkingin hafi unnið að legu Sundabrautar í samráði við íbúa og viljað tryggja Sundabraut alla leið, einmitt til þess að umferðin þurfi ekki að hlykkjast í gegnum nálæg íbúðahverfi. Þá hafi flokkurinn viljað velja bestu leiðina, en ekki þá ódýrustu, þar sem um sé að ræða framkvæmd til næstu fimmtíu ára. Það hafi hins vegar lengst af skort fé.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira