Boða vinnustöðvun á sunnudag vegna launadeilu 21. júní 2006 07:14 Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa trúnaðarmenn starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli eða IGS Ground Services, fundað um kaup og kjör starfsmanna með stjórnendum Icelandair í tvo mánuði án árangurs. Flugþjónustan er dótturfélag Icelandair sem aftur er í eigu FL Group. Hjá henni starfar fólk meðal annars í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt, flugeldhúsi og veitingaþjónustu. Trúnaðarmenn gerðu starfsfólki grein fyrir stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þegar ljóst var að ekkert hafði þokast í viðræðunum mátti að sögn greina mikla reiði meðal starfsfólks. Trúnaðarmenn starfsmanna ákváðu þá þegar að draga sig út úr viðræðum og munu hafa ráðið starfsmönnum frá því að grípa til aðgerða á meðan til Samtök atvinnulífsins reyna að tryggja launahækkun. Með þeirri aðgerð trúnaðarmann að draga sig út úr viðræðunum verður að sögn heimildarmanns ekki hægt að bendla verkalýðsfélög starfsmanna við aðgerðir þeirra. Gengið var til atkvæðagreiðslu um hvenær væri réttast að leggja niður vinnu til að láta í ljós óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Niðurstaðan var sú að gera það milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun, á háannatíma. Talsmaður starfsfólks, sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu lítið hækkað í nokkur ár og reiði starfsmanna magnast á fundinum í gær. Starfsfólk ætli að leggja niður vinnu á sunnudagsmorgun til að vekja athygli á stöðu mála og biður farþega um að sýna aðgerðunum skilning. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagði í samtali við NFS í gærkvöld að málið væri í skoðun og ætla mætti að nokkur töf yrði á flugi til og frá landinu ef af aðgerðum starfsfólksins yrði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Farþegar geta búist við töluverðri röskun á flugi til og frá landinu á sunnudagsmorguninn ef af vinnustöðvun starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli verður. Trúnaðarmenn starfsfólks hafa staðið í árangurslausum viðræðum við stjórnendur Icelandair í tvo mánuði og upp úr sauð á fundi starfsfólks í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar segir málið í skoðun. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa trúnaðarmenn starfsmanna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli eða IGS Ground Services, fundað um kaup og kjör starfsmanna með stjórnendum Icelandair í tvo mánuði án árangurs. Flugþjónustan er dótturfélag Icelandair sem aftur er í eigu FL Group. Hjá henni starfar fólk meðal annars í innritun, mötuneyti, hlaðdeild, frakt, flugeldhúsi og veitingaþjónustu. Trúnaðarmenn gerðu starfsfólki grein fyrir stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þegar ljóst var að ekkert hafði þokast í viðræðunum mátti að sögn greina mikla reiði meðal starfsfólks. Trúnaðarmenn starfsmanna ákváðu þá þegar að draga sig út úr viðræðum og munu hafa ráðið starfsmönnum frá því að grípa til aðgerða á meðan til Samtök atvinnulífsins reyna að tryggja launahækkun. Með þeirri aðgerð trúnaðarmann að draga sig út úr viðræðunum verður að sögn heimildarmanns ekki hægt að bendla verkalýðsfélög starfsmanna við aðgerðir þeirra. Gengið var til atkvæðagreiðslu um hvenær væri réttast að leggja niður vinnu til að láta í ljós óánægju með kjör og vinnuaðstöðu. Niðurstaðan var sú að gera það milli klukkan fimm og átta á sunnudagsmorgun, á háannatíma. Talsmaður starfsfólks, sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við brottrekstur, sagði í samtali við NFS að laun hefðu lítið hækkað í nokkur ár og reiði starfsmanna magnast á fundinum í gær. Starfsfólk ætli að leggja niður vinnu á sunnudagsmorgun til að vekja athygli á stöðu mála og biður farþega um að sýna aðgerðunum skilning. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, sagði í samtali við NFS í gærkvöld að málið væri í skoðun og ætla mætti að nokkur töf yrði á flugi til og frá landinu ef af aðgerðum starfsfólksins yrði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira