Erlent

Auðvelda vegabréfaáritun til BNA

George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera íbúum Mið-Evrópu auðveldara að ferðast til Bandaríkjanna. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin hefur sífellt verið að setja nýjar reglur um vegabréf, sem svo hefur verið frestað, þannig að fólk á orðið erfitt með að átta sig á hvort vegabréf þess dugi til að komast inn í landið.

Þetta er auðvitað öllum í óhag, ekki síst Bandaríkjunum sem sækja sér árlega milljónir ferðamanna til Evrópu. Ekki síst er þó verið að auðvelda vegabréfaáritun vegna átta nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins. Þessi ríki fengu aðild að sambandinu árið 2004 og hafa mjög þrýst á Bandaríkin að fá að sitja við sama borð og önnur sambandsríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×