Innlent

Hjartastopp í lögreglubíl

Karlmaður gekk berserksgang á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík á laugardagskvöldið. Maðurinn, sem var gestur á hótelinu, var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum.

Lögreglan var kölluð á vettvang og lenti í átökum við manninn en náði að yfirbuga hann. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina en þegar þangað kom var hann í hjartastoppi. Sjúkralið kom á staðinn og lífgaði hann við og var hann fluttur á gjörgæsludeild Landspítalann. Honum er haldið sofandi í öndunarvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×