Innlent

Innbrotum fækkar í Reykjavík

Mynd/Róbert

Innbrotum í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík hefur fækkað nokkuð frá árinu 2003 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef lögreglunnar. Þar kemur fram að árin 2000-2002 hafi innbrotum fjölgað um 15 prósent en síðasttalda árið var tilkynnt um meira en tvö þúsund innbrot.

Þá var ráðist í markvissar aðgerðir sem skiluðu þeim árangri að innbrotum fækkaði um 15 prósent árið eftir. Á milli áranna 2003 og 2004 fækkaði svo innbrotum um sjö prósent og um 12 prósent á milli áranna 2004 og 2005, en í fyrra var tilkynnt um fimmtán hundruð innbrot. Nýjustu tölur lögreglunnar sýna svo að á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hefur innbrotum fækkað um 4 prósent frá fyrra ári.

Lögregla telur þó hægt að gera enn betur og hvetur til nágrannavörslu ásamt því sem hún ráðleggur fólki að hafa verðmæti ekki í augnsýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×