Formúla 1 er ekkert barnaafmæli 28. nóvember 2006 21:16 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Michael Schumacher segist ekki hafa hlotið neina sérmeðferð þau ár sem hann var ökumaður númer eitt hjá Ferrari eins og margir hafa meinað, heldur segist hann hafa unnið fyrir því með því að vera einfaldlega fljótari en félagi sinn hverju sinni. Lengi hefur verið pískrað um það í Formúlu 1 að Schumacher hafi neitað að skrifa upp á samninga við lið Ferrari nema gegn því að hann yrði alltaf ökumaður númer eitt hjá liðinu - og talað hefur verið um að annar ökumaður liðsins hafi fengið lakari þjónustu frá liðinu á þeim árum sem hann ók rauða bílnum. "Ég heimtaði aldrei að vera ökumaður númer eitt - hvorki munnlega né skriflega. Ég sé þetta einfaldlega þannig að báðir ökumenn byrja með hreint borð í upphafi hvers tímabils og fljótlega kemur í ljós hvor þeirra er betri ökumaður og þá verður liðið að styðja við bakið á ökumanninum sem á betri möguleika á titlinum. Annað væri bara asnalegt, enda er formúlan ekkert barnaafmæli," sagði sjöfaldur heimsmeistarinn. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher segist ekki hafa hlotið neina sérmeðferð þau ár sem hann var ökumaður númer eitt hjá Ferrari eins og margir hafa meinað, heldur segist hann hafa unnið fyrir því með því að vera einfaldlega fljótari en félagi sinn hverju sinni. Lengi hefur verið pískrað um það í Formúlu 1 að Schumacher hafi neitað að skrifa upp á samninga við lið Ferrari nema gegn því að hann yrði alltaf ökumaður númer eitt hjá liðinu - og talað hefur verið um að annar ökumaður liðsins hafi fengið lakari þjónustu frá liðinu á þeim árum sem hann ók rauða bílnum. "Ég heimtaði aldrei að vera ökumaður númer eitt - hvorki munnlega né skriflega. Ég sé þetta einfaldlega þannig að báðir ökumenn byrja með hreint borð í upphafi hvers tímabils og fljótlega kemur í ljós hvor þeirra er betri ökumaður og þá verður liðið að styðja við bakið á ökumanninum sem á betri möguleika á titlinum. Annað væri bara asnalegt, enda er formúlan ekkert barnaafmæli," sagði sjöfaldur heimsmeistarinn.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira