Ehud Olmert hvetur til friðar 28. nóvember 2006 02:00 Forsætisráðherra Ísraels bauð Palestínumönnum að koma aftur að friðarsamningaborðum í gær, svo fremi sem þeir fallist á kröfur hans. MYND/AP Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum í stefnuræðu sinni í gær víðtækar friðarviðræður, hverfi þeir frá ofbeldi. Jafnframt sagði hann að slíkar viðræður við Ísraela myndu gera Palestínumönnum kleift að mynda sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. Olmert talaði beint til Palestínumanna og lofaði að fækka eftirlitsstöðvum, greiða skatta Palestínumanna sem Ísrael hefur haldið síðan leiðtogar Hamas-hreyfingarinnar voru kosnir til valda í þingkosningum Palestínumanna í janúar, og að leysa fanga úr haldi, komi til alvarlegra friðarviðræðna. Jafnframt myndu Ísraelar þá yfirgefa Vesturbakkann og hernumin svæði. „Ég rétti palestínskum nágrönnum okkar hönd mína í friði og vona að ég komi ekki tómhentur til baka,“ sagði Olmert. „Við getum ekki breytt fortíðinni og við munum ekki geta endurheimt fórnarlömbin beggja vegna landamæranna. Allt sem við getum gert í dag er að koma í veg fyrir frekari harmleiki.“ Þó verða Palestínumenn að velja sér nýja hófsama ríkisstjórn sem væri tilbúin til að fylgja friðaráætlun sem Bandaríkjamenn styðja, sem og að leysa ísraelskan hermann úr haldi, en gíslataka hans var uppspretta átakanna í sumar. Fyrr kemur Olmert ekki til þessara „alvöru, opnu, heiðarlegu, einlægu viðræðna“, sagði hann. Friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri mánuðum saman, eða frá umræddum kosningum. Þótt leiðtogar Hamas-samtakanna hafi verið lýðræðislega kosnir á þing hafa Ísraelar neitað að eiga samskipti við þá, enda er eitt af takmörkum samtakanna að eyða Ísrael. Tilboð Olmerts um að hefja aftur friðarumleitanir kom degi eftir að vopnahlé milli Hamas-liða og Ísraela hófst á Gaza-svæðinu, sem ætlað er að binda enda á fimm mánaða átök. Yfir 300 Palestínumenn hafa látist í átökunum seinustu mánuði, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar. Einnig hafa fimm Ísraelar farist. Talsmaður palestínska ráðuneytisins sagði þingmenn taka tilboði Olmerts með fyrirvara. „Þetta er samsæri. Þetta er nýtt herbragð. Olmert talar um palestínska ríkið án þess að gefa upplýsingar um landamærin,“ sagði Ghazi Hamad, talsmaður stjórnarinnar. Erlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum í stefnuræðu sinni í gær víðtækar friðarviðræður, hverfi þeir frá ofbeldi. Jafnframt sagði hann að slíkar viðræður við Ísraela myndu gera Palestínumönnum kleift að mynda sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. Olmert talaði beint til Palestínumanna og lofaði að fækka eftirlitsstöðvum, greiða skatta Palestínumanna sem Ísrael hefur haldið síðan leiðtogar Hamas-hreyfingarinnar voru kosnir til valda í þingkosningum Palestínumanna í janúar, og að leysa fanga úr haldi, komi til alvarlegra friðarviðræðna. Jafnframt myndu Ísraelar þá yfirgefa Vesturbakkann og hernumin svæði. „Ég rétti palestínskum nágrönnum okkar hönd mína í friði og vona að ég komi ekki tómhentur til baka,“ sagði Olmert. „Við getum ekki breytt fortíðinni og við munum ekki geta endurheimt fórnarlömbin beggja vegna landamæranna. Allt sem við getum gert í dag er að koma í veg fyrir frekari harmleiki.“ Þó verða Palestínumenn að velja sér nýja hófsama ríkisstjórn sem væri tilbúin til að fylgja friðaráætlun sem Bandaríkjamenn styðja, sem og að leysa ísraelskan hermann úr haldi, en gíslataka hans var uppspretta átakanna í sumar. Fyrr kemur Olmert ekki til þessara „alvöru, opnu, heiðarlegu, einlægu viðræðna“, sagði hann. Friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri mánuðum saman, eða frá umræddum kosningum. Þótt leiðtogar Hamas-samtakanna hafi verið lýðræðislega kosnir á þing hafa Ísraelar neitað að eiga samskipti við þá, enda er eitt af takmörkum samtakanna að eyða Ísrael. Tilboð Olmerts um að hefja aftur friðarumleitanir kom degi eftir að vopnahlé milli Hamas-liða og Ísraela hófst á Gaza-svæðinu, sem ætlað er að binda enda á fimm mánaða átök. Yfir 300 Palestínumenn hafa látist í átökunum seinustu mánuði, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar. Einnig hafa fimm Ísraelar farist. Talsmaður palestínska ráðuneytisins sagði þingmenn taka tilboði Olmerts með fyrirvara. „Þetta er samsæri. Þetta er nýtt herbragð. Olmert talar um palestínska ríkið án þess að gefa upplýsingar um landamærin,“ sagði Ghazi Hamad, talsmaður stjórnarinnar.
Erlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira