Sex Írakar, þar á meðal fimm ungar stúlkur, létu lífið í skotabardögum á milli bandarískra hermanna og grunaðra uppreisnarmanna í bænum Ramadi í dag. Bandaríska hersveitin notaði vopn gegn skriðdrekum, hríðskotabyssu og venjulegar byssur í skotbardaganum gegn tveimur mönnum sem voru uppi á þaki hússins sem stúlkurnar voru í.
Eftir að bardaganum lauk fór hersveitin inn í húsið og fann þar líkin og eina konu á lífi en hún neitaði sjúkrameðferð. Enginn bandarískur hermaður lét lífið í bardaganum.