Innlent

Á gjörgæslu eftir fallhlífarslys

Karlmaður á fertugsaldri slasaðist alvarlega í fallhlífarslysi við Svignaskarð í Borgarfirði rétt eftir hádegið á sunnudaginn.

Maðurinn var að fljúga fallhlíf, sem útivistarmenn nota til að láta draga sig í vindi, þegar hlífin lenti í snarpri vindhviðu. Dróst maður-inn með henni tíu metra og brotlenti ofan í skurði.

Maðurinn rifbeinsbrotnaði og hlaut brjóstholsáverka. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þar sem hann gekkst undir aðgerð. Að sögn svæfingalæknis er manninum haldið sofandi í öndunarvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×