Innlent

Dæmdur fyrir kynferðisbrot og klám

Maðurinn var með barnaklám í tölvu sinni.
Maðurinn var með barnaklám í tölvu sinni.

Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða henni 300 þúsund krónur með vöxtum í miskabætur og 200 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Loks var honum gert að greiða nær 300 þúsund krónur í sakarkostnað.

Maðurinn sýndi stúlkunni tvær klámmyndir í tölvu sinni í júlí 2005. Þar á meðal var mynd sem sýndi barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Í tölvu mannsins fann lögreglan síðan fimm ljósmyndir og 21 hreyfimynd sem sýndu börn einnig á klámfenginn hátt. Loks fundust 35 ljósmyndir á hörðum diski í tölvu hans, en hann hafði afmáð myndirnar af diskinum er lögregla lagði hald á tölvuna. Þessar myndir sýndu einnig börn með sama hætti og að ofan er getið.

Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa haft myndirnar í tölvunni, en neitaði að það hefði verið af ásetningi. Þær hefðu halast niður á tölvu hans þegar hann ætlaði að ná sér í löglegt klám-efni, sér og konu sinni til skemmtunar.

Hann neitaði hins vegar að hafa sýnt stúlkunni klámmyndirnar en dómurinn mat hana staðfasta í framburði sínum þrátt fyrir að hún hafi verið látin endurtaka frásögn sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×