Erlent

Bemba í stjórnarandstöðu

Stuðningsmenn Bemba í höfuðborginni Kinshasa standa vörð um höfustöðvar hans.
Stuðningsmenn Bemba í höfuðborginni Kinshasa standa vörð um höfustöðvar hans. MYND/AP

Jean-Pierre Bemba, maðurinn sem tapaði forsetakosningunum í Austur-Kongó fyrir Joseph Kabila í gær, hefur sagt að hann muni starfa í stjórnarandstöðu til þess að vernda hinn viðkvæma frið sem er í landinu um þessar mundir og bjarga þannig landinu frá óreiðu og ofbeldi. Í yfirlýsingu sem Bemba gaf frá sér sagði hann að hann stæði við kvartanir sínar sem var vísað frá dómi í gær en myndi engu að síður vilja styrkja lýðræðið í landinu og myndi því starfa í stjórnarandstöðu.

Bemba er fyrrum uppreisnarleiðtogi og leiddi einn af stærri herjunum í heimsstyrjöld Afríku sem var í Austur-Kongó á árunum 1998 til loka árs 2002. Hann var varaforseti í millibilsstjórninni sem kom kosningunum í kring og bauð sig fram gegn sitjandi forseta, Joseph Kabila, sem var herforingi í uppreisnarher föður síns, Laurent Kabila, en það var einmitt morðið á honum árið 2001 sem kom hreyfingu á friðarviðræður í Austur-Kongó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×