Erlent

Bandaríkjaher yfirgefi Írak

Lykillinn að því að binda enda á vargöldina í Írak er að bandarískar hersveitir yfirgefi landið. Þetta sagði Ali Khameini, erkiklerkur í Íran, á fundi sínum með Jalal Talabani Íraksforseta í dag. Erkiklerkurinn bætti því við að ófriðurinn í Írak ógnaði stöðugleika í öllum Mið-Austurlöndum og engin von væri lengur um að Bandaríkjamenn stilli til friðar. Talabani er í opinberri heimsókn í Íran, þeirri fyrstu sem þjóðarleiðtogi Íraks hefur farið til landsins í fjóra áratugi. Margir telja bætt samskipti Íraka við Sýrlendinga og Írana forsendu friðar fyrir botni Persaflóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×