Innlent

Björn á ráðherrafundi Pompidou-hópsins

MYND/Stefán

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag ræðu á ráðherrafundi Pompidou-hópsins svokallaða í Strassborg, en hópurinn starfar undir handarjaðri Evrópuráðsins og samræmir stefnu og starf þátttökuríkjanna í baráttunni gegn fíkniefnum.

Á fundinum ræddi ráðherrann um nýskipan lögreglumála á Íslandi og hertar aðgerðir lögreglu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og fíkniefnum, sem enn myndu eflast með nýskipan lögreglumála og stofnun greiningardeildar hjá ríkislögreglustjóra.

Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins að Björn hafi einnig fjallað um forvarnaráætlun sem félagsmálaráðuneytið ynni að á vegum ríkisstjórnarinnar. Hvatti hann til alþjóðlegrar samvinnu á sviði fíkniefnavarna og taldi Pompidou-hópinn góðan vettvang í þessu starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×