Felipe Massa var mjög ángæður með að skáka félaga sínum hjá Ferrai, Michael Schumacher, í Formúlu-1 kappakstrinum í Malasíu um helgina. Massa lenti í fimmta sæti en Schumacher í því sjötta.
Massa tók aðeins eitt þjónustuhlé en Schumacher tvö og það skipti miklum sköpum undir lokin þegar þeir félagar háðu harða baráttu um fimmta sætið. Massa hafði þar að lokum betur.
"Ég er mjög ánægður með þessa keppni, ég byrjaði í síðasta sæti en vann mig upp í það fimmta. Liðið sagði ekkert við okkur í gegnum hátalarana undir lokin og því var þetta hreintæktup barátta og ég er mjög ánægður með það. Ég skemmti mér vel við að halda aftur af Michael," sagði Brasilíumaðurinn.
Sport