Gengi bréfa í Rosneft undir væntingum 19. júlí 2006 15:22 Míkhaíl Khodorkovskí, fyrrum stofnandi og forstjóri olíurisans Yukos, var dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu vegna skattsvika fyrirtækisins. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í rússneska ríkisolíufyrirtæki Rosneft lækkuðu um 1 sent á hlut þegar viðskipti með 10 prósenta hlut í félaginu hófst í kauphöll Lundúna í Bretlandi í dag. Meginstoð Rosneft er olíuvinnslufyrirtækið Yukansk, sem eitt sinn heyrði undir rússneska olíurisann Yukos. Rússneska ríkið tók það eignarnámi árið 2004 vegna meintra skattasvika stjórnenda og í kjölfarið var Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og eigandi Yukos, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Er stjórnvöldum gefið að sök að hafa með dóminum einungis verið að stöðva væntanlegan frama hans í stjórnmálum en Khodorkovskí er andstæðingur Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Yukos, sem er gjaldþrota fyrirtæki en eftir sem áður í eigu Khodorkovskís og fleiri fjárfesta, reyndi að fá dómstól í Bretlandi til að stöðva viðskipti með bréf í fyrirtækinu og líktu þeim við sölu á þýfi. Dómari heimilaði viðskiptin í gær og hefur Yukos áfrýjað málinu. Opnunarverð í bréfum Rosneft var 7,55 dalir á hlut en fóru í fyrstu viðskiptum niður í 7,49 dali á hlut. Þegar á leið stóðu þau í 7,54 dölum eða 1 senti undir útboðsgengi. Að sögn bandaríska og breskra fjölmiðla voru stærstu kaupendurnir jafnt fyrirtæki og fjárfestar sem vilja tryggja sér tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og þykir harla ólíklegt að þeir selji þau í bráð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í rússneska ríkisolíufyrirtæki Rosneft lækkuðu um 1 sent á hlut þegar viðskipti með 10 prósenta hlut í félaginu hófst í kauphöll Lundúna í Bretlandi í dag. Meginstoð Rosneft er olíuvinnslufyrirtækið Yukansk, sem eitt sinn heyrði undir rússneska olíurisann Yukos. Rússneska ríkið tók það eignarnámi árið 2004 vegna meintra skattasvika stjórnenda og í kjölfarið var Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og eigandi Yukos, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Er stjórnvöldum gefið að sök að hafa með dóminum einungis verið að stöðva væntanlegan frama hans í stjórnmálum en Khodorkovskí er andstæðingur Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Yukos, sem er gjaldþrota fyrirtæki en eftir sem áður í eigu Khodorkovskís og fleiri fjárfesta, reyndi að fá dómstól í Bretlandi til að stöðva viðskipti með bréf í fyrirtækinu og líktu þeim við sölu á þýfi. Dómari heimilaði viðskiptin í gær og hefur Yukos áfrýjað málinu. Opnunarverð í bréfum Rosneft var 7,55 dalir á hlut en fóru í fyrstu viðskiptum niður í 7,49 dali á hlut. Þegar á leið stóðu þau í 7,54 dölum eða 1 senti undir útboðsgengi. Að sögn bandaríska og breskra fjölmiðla voru stærstu kaupendurnir jafnt fyrirtæki og fjárfestar sem vilja tryggja sér tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og þykir harla ólíklegt að þeir selji þau í bráð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira