Gengi Yahoo féll vegna minni hagnaðar 19. júlí 2006 09:58 Merki Yahoo. Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarfyrirtækinu Yahoo lækkaði um 13 prósent við lokun markaða í gær í kjölfar þess að fyrirtækið greindi frá minni hagnaði á öðrum ársfjórðungi en spár kváðu á um. Ástæðan fyrir því eru tafir á uppfærslu á leitarvél fyrirtækisins sem gera átti á þriðja fjórðungi ársins. Þær dragast fram á þrjá síðustu mánuði ársins. Hagnaður Yahoo fyrir skatta nam 164 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 12,5 milljarða íslenskra króna, sem er 78 prósenta samdráttur frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 754,7 milljónum króna eða 57,3 milljörðum króna. Stærstur hluti af hagnaði Yahoo á síðasta ári var tilkominn vegna sölu fyrirtækisins á bréfum í keppinautnum Google. Þrátt fyrir þetta jukust tekjur Yahoo um 28 prósent á milli ára. Þær námu 1,12 milljörðum dala, sem engu að síður eru rétt undir væntingum. Fyrirtækið spáir 1,12 til 1,23 milljarða dala, jafnvirði 85 til 93,6 milljarða króna, tekjum á þriðja ársfjórðungi en fjármálasérfræðingar höfðu spáð að tekjurnar yrðu á bilinu 1,15 til 1,24 milljarðar dala. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarfyrirtækinu Yahoo lækkaði um 13 prósent við lokun markaða í gær í kjölfar þess að fyrirtækið greindi frá minni hagnaði á öðrum ársfjórðungi en spár kváðu á um. Ástæðan fyrir því eru tafir á uppfærslu á leitarvél fyrirtækisins sem gera átti á þriðja fjórðungi ársins. Þær dragast fram á þrjá síðustu mánuði ársins. Hagnaður Yahoo fyrir skatta nam 164 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 12,5 milljarða íslenskra króna, sem er 78 prósenta samdráttur frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 754,7 milljónum króna eða 57,3 milljörðum króna. Stærstur hluti af hagnaði Yahoo á síðasta ári var tilkominn vegna sölu fyrirtækisins á bréfum í keppinautnum Google. Þrátt fyrir þetta jukust tekjur Yahoo um 28 prósent á milli ára. Þær námu 1,12 milljörðum dala, sem engu að síður eru rétt undir væntingum. Fyrirtækið spáir 1,12 til 1,23 milljarða dala, jafnvirði 85 til 93,6 milljarða króna, tekjum á þriðja ársfjórðungi en fjármálasérfræðingar höfðu spáð að tekjurnar yrðu á bilinu 1,15 til 1,24 milljarðar dala.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira